Erindi um styttingu vinnuvikunnar

Arnar Þór Jóhannesson sérfræðingur hjá Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri fjallar um niðurstöður rannsóknar á tilraunaverkefnum sem BSRB hefur tekið þátt í ásamt ríki og Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar. 

Auk Arnars munu starfsmenn sem starfa á vinnustöðum sem tekið hafa þátt í tilraunaverkefnunum fjalla um sína upplifun af styttri vinnuviku.

Fyrst mun Arna Hrönn Aradóttir, verkefnastjóri Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts, segja frá sinni reynslu

Svo tekur Aðalheiður Sigursveinsdóttir, mannauðsstjóri Þjóðskrár, við og segir frá því hvernig hefur gengið að innleiða tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar hjá stofnuninni.

Að loknum erindum tekur við borðaumræða um málefnið.