Málefnahópar

1. Málefnahópur um vinnumarkaðinn og starfsumhverfi starfsmanna í almannaþjónustu (Starfskjaranefnd)

SALIR G&F

Áhersla á starfsumhverfi og kjaramál opinberra starfsmanna, launaþróunartryggingu, jöfnun launa milli markaða og skattamál. Fjallar um stefnu BSRB í efnahags- og skattamálum, starfsumhverfi starfsmanna í almannaþjónustu, atvinnumálum, kjaramálum og lífeyrismálum og ályktanir þingsins um þessa málaflokka. 

Meira

2. Málefnahópur um vinnumarkað framtíðar (Allsherjarnefnd)

SALUR D

Áhersla á verkalýðshreyfinguna og framtíðarverkefni hennar, stafrænan vinnumarkað, menntamál og umhverfismál. Fjallar um stefnu BSRB í menntamálum og umhverfismálum ásamt ályktunum þingsins um þessa málaflokka. 

 

Meira

3. Kjörnefnd

SALUR E

Kjörnefnd annast undirbúning og framkvæmd kosningar í stjórn BSRB. Tillögur nefndanefndar og kjörnefndar svipta ekki einstaka fundarmenn tillögurétti um menn í nefndir eða stjórn.

Meira

4. Málefnahópur um velferðarmál

SALUR H

Áhersla á heilbrigðismál, almannaþjónustuna, almannatryggingar, húsnæðismál, félagslegan stöðugleika og norræna velferðarkerfið. Fjallar um stefnu BSRB í heilbrigðismálum, almannaþjónustuna, almannatryggingar, húsnæðismálum ásamt ályktunum um þessa málaflokka.

Meira

5. Málefnahópur um fjölskylduvænna samfélag

SALUR I

Áhersla á styttingu vinnuvikunnar, fæðingarorlofskerfið, dagvistarmál og jafnréttismál. Fjallar um stefnu BSRB um fjölskylduvænna samfélag, fæðingarorlofskerfið, dagvistarmál og jafnréttismál ásamt styttingu vinnuvikunnar og ályktun um fjölskylduvænna samfélag.

Meira